Ísmáfur náðist á mynd í Þorlákshöfn

ismafur01

Þessi Ísmáfur sást í Þorlákshöfn í vikunni en það var ljósmyndarinn og fuglaáhugamaðurinn Örn Óskarsson frá Selfossi sem tók myndirnar. Þetta er í fyrsta skipti sem Örn sér Ísmáf á Íslandi en þetta er fugl númer 206 Íslandslistanum hans.

ismafur02Það er frekar óvenjulegt að Ísmáfar sjáist svo sunnarlega en þeir eiga þó til að sjást hér á landi. Heimkynni hans eru í löndum við Norður Íshaf.

Ísmáfar falla vel inn í landslagið á Íslandi í dag þar sem hann er alhvítur með svarta díla að ofan. Þegar fuglarnir eldast verða þeir alhvítir.

Við bendum áhugasömum á fleiri myndir á heimasíðu Arnars, www.ornosk.com.