Stórleikur í kvöld: Íslandsmeistarar KR í heimsókn

thorsteinn_thor011Það verður mikill slagur í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þór fær Íslandsmeistara KR í heimsókn í Domino’s-deildinni í körfubolta.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má gera ráð fyrir mikilli stemningu í húsinu. Græni drekinn hefur boðað komu sína en yfirleitt er engin lognmolla í kringum þá.