Spring yfir heiminn komið út

springyfirheiminn01Eins og við hjá Hafnarfréttum höfum áður fjallað um þá munu Ölfusingar eiga öflugan fulltrúa í undankeppni Eurovison í ár en það er engin annar en Þorlákshafnardrengurinn Júlí Heiðar Halldórsson.

Lagið sem Júli Heiðar samdi heitir Spring yfir heiminn en Þórdís Birna og Guðmundur Snorri munu flytja lagið og mun Júlí Heiðar vera í bakröddum og á píanói.

Hér fyrir neðan getið þið hlustað á lagið Spring yfir heiminn sem var frumflutt fyrr í dag.