Steini með pepplista fyrir leikinn í kvöld!

thorsteinn-1_featuredVefsíðan Karfan.is birtir reglulega greinar þar sem körfuboltaleikmenn eru beðnir um að útbúa pepplista en pepplisti eru lög sem leikmennirnir setja á fóninn rétt fyrir leik.

Þorsteinn Már birti sinn lista í dag en Þórsarar munu mæta KR í Icelandic Glacial höllinni kl. 19:15 í kvöld. Hér að neðan má sjá listann sem Þorsteinn stillti upp. Vonandi nær hann að pepp liðið nógu vel upp á eftir.

Ég valdi mér nokkur lög sem hafa hjálpað mér í gegnum að peppa mig fyrir leik frá unga aldri. Ég svo sem hlusta lítið á tónlist fyrir leiki en það eru nokkur lög sem koma mér í gírinn. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur ég er ekki með nein dauðarokk lög sem enginn þekkir eins og blessaði Baldur bróðir minn

Awolnation – Sail
Þetta lag hefur alltaf komið mér í gírinn og kemur manni í góðan ham.

Jay Z – Young Forever
Það er ekki hægt að búa til pepplista og hafa ekki kónginn Jay Z á honum. Get líka sagt ykkur það að það er til cover með mér og Emil Karel að syngja þetta lag og heyrst hefur að það sé næstum því jafn vel gert og hjá honum.

Fort minor – Remeber the name
Ef eitthver spilaði NBA Live 2008 þá ætti hann að kannast við þetta lag. Algjört körfuboltalag.

Muse – New Born
Eitt gamalt og gott með Muse er nauðsynlegt fyrir leik.

Rammstein – Du Hast
Til að róa bræður mína niður þá hendi ég í eitt rokklag handa þeim og þá verður maður nú að henda í Rammstein.

Justin Bieber – Sorry
Það er ekki annað hægt en að enda þetta á vini mínum Justin Bieber. Verð að viðurkenna hefði alveg getað hent allri nýju plötunni hans hérna inn.