Digiqole ad

Hver verður íþróttamaður Ölfuss 2015?

 Hver verður íþróttamaður Ölfuss 2015?

dolus01Á morgun, sunnudaginn 16. janúar, kemur í ljós hver verður valinn íþróttamaður Ölfuss árið 2015. Í Ölfusi búa margir öflugir einstaklingar og frábært íþróttafólk og því ljóst að valið verður ekki auðvelt.

Búið er að tilnefna 12 einstaklinga en það eru íþróttafélögin og íþrótta- og æskulýðsnefnd sem tilnefna einstaklinga til að hljóta titilinn íþróttamaður Ölfuss.

Þeir einstaklingar sem hafa verið tilnefndir eru eftirfarandi:

 • Ingvar Jónsson fyrir golf en hann er tilnefndur af Golfklúbbi Þorlákshafnar
 • Arna Björk Auðunsdóttir fyrir fimleika, tilnefnd af fimleikadeild Umf. Þórs
 • Þorkell Þráinsson fyrir knattspyrnu, tilnefndur af Knattspyrnufélaginu Ægi
 • Monika Sjöfn Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir, tilnefnd af Hestamannafélaginu Háfeta
 • Atli Freyr Maríönnuson fyrir hestaíþróttir, tilnefndur af Hestamannafélaginu Ljúfi
 • Grétar Ingi Erlendsson fyrir körfuknattleik, tilnefndur af Körfuknattleiksdeild Umf. Þórs
 • Styrmir Dan Steinunnarson fyrir frjálsar, tilnefndur af Frjálsíþróttadeild Umf. Þórs
 • Berglind Dan Róbertsdóttir fyrir Badminton, tilnefnd af Badmintondeild Umf. Þórs
 • Gyða Dögg Hreiðarsdóttir fyrir akstursíþróttir, tilnefnd af Akstursíþróttadeild Umf. Þórs
 • Eva Lind Elíasdóttir fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir, tilnefnd af Íþrótta- og æskulýðsnefnd
 • Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir fyrir fimleika, tilnefnd af Íþrótta- og æskulýðsnefnd
 • Guðmundur Karl Guðmundsson fyrir knattspyrnu, tilnefndur af Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Til viðbótar við að veita íþróttamanni Ölfuss verðlaun mun Íþrótta- og æskulýðsnefnd veita ýmsar aðrar viðurkenningar til íþróttamanna sem staðið hafa sig vel á árinu.