Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttamaður Ölfuss árið 2015 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Ölfuss fyrr í dag en þetta var í 17. sinn sem valið fer fram.
Gyða var fyrir nokkru valin mótorhjóla- og snjósleðakona Íslands árið 2015 af MSÍ og hlaut viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir frábæran árangur á árinu. Stóð hún sig frábærlega á síðasta ári í sinni íþrótt. Ekki nóg með að hún varð Íslandsmeistari í motocrossi kvenna heldur sigraði hún allar keppnir í mótaröðinni með nokkrum yfirburðum. Gyða er 16 ára gömul og hefur hún æft stíft undanfarin ár og á framtíðina fyrir sér í íslensku motocrossi.
Tólf íþróttamenn voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann ársins þetta árið og hér að neðan má sjá alla þá sem tilnefndir voru. Einnig voru viðurkenningar veittar til þeirra sem unnið hafa bikar- eða Íslandsmeistaratitil á árinu og/eða hafa keppt með landsliði Íslands í sinni grein.
- Ingvar Jónsson kylfingur ársins
- Arna Björk Auðunsdóttir fimleikakona ársins
- Þorkell Þráinsson knattspyrnumaður ársins
- Monika Sjöfn Pálsdóttir hestaíþróttakona ársins
- Atli Freyr Maríönnuson hestaíþróttamaður ársins
- Grétar Ingi Erlendsson körfuknattleiksmaður ársins
- Styrmir Dan Steinunnarson frjálsíþróttamaður ársins
- Berglind Dan Róbertsdóttir badmintonkona ársins
- Gyða Dögg Hreiðarsdóttir akstursíþróttakona ársins
- Guðmundur Karl Guðmundsson knattspyrnumaður ársins
- Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir fimleikakona ársins
- Eva Lind Elíasdóttir fyrir knattspyrnu- og frjálsíþróttakona ársins
Við óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningu og tilnefningar innilega til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári.