Aflafréttir: mikil aukning á lönduðum afla í Þorlákshöfn

höfninÍ Þorlákshöfn var landað alls 3.274 tonnum (óslægt) í janúar og febrúar á þessu ári skv. bráðabirgðatölum frá Fiskistofu. Er það töluvert meira magn en var landað í janúar og febrúar árið 2015 en þá var landað alls 1.438 tonnum í höfninni. Aukningin er því tæplega 230% milli ára.

Veiði hefur verið ágætt og eru nokkrir bátar frá Þorlákshöfn með þeim aflahæstu á landinu í febrúar. Arnar ÁR-55 var fjórði aflahæsti dragnótabáturinn í febrúar með heildarafla upp á 219,8 tonn. Ársæll ÁR-66 var fjórði aflahæsti netabáturinn í febrúar með 318,4 tonn og Friðrik Sigurðsson ÁR-17 var svo fimmti aflahæsti netabáturinn í febrúar með 282,9 tonn.

Bæði Arnar ÁR-55 og Ársæll ÁR-66 sem fiskuðu vel í febrúar eru í sínum seinustu túrum um þessar mundir en SÞ ÞorláksHöfn gerir ráð fyrir að leggja þeim báðum núna í vor.

Aflabrögð í febrúar
afli í febrúar