Stórleikur í höfninni í kvöld: Þór – Njarðvík

thor-2Í kvöld fer fram stórleikur í Domino’s-deildinni þegar Þórsarar fá Njarðvíkinga í heimsókn.

Þessi leikur er feikilega mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en liðin eru hnífjöfn með 22 stig í 6.-7. sæti.

Sigurliðið í kvöld fer upp í 5.-6. sæti ásamt Tindastól en fyrstu fjögur sætin gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Icelandic Glacial höllinni.