Digiqole ad

Yfir 200 manns búnir að skrifa undir

 Yfir 200 manns búnir að skrifa undir

lysi_undirskriftasofnunRúmlega tvöhundruð manns hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem mótmælt er að Lýsi fái nýtt starfsleyfi fyrir hausaþurkun á núverandi staðsetningu í Þorlákshöfn.

Í kjölfar fréttar okkar um að Lýsi óskar eftir nýju leyfi í Þorlákshöfn ákváðu þeir Grétar Ingi Erlendsson og Rúnar Gunnarsson að fara af stað með undirskriftarlistann.

Hægt er að skrifa athugasemdir með undirskriftinni og má þar glögglega sjá að margir íbúar bæjarins eru ekki sáttir með núverandi ástand. Hér að neðan má lesa nokkrar athugasemdir sem komnar eru.

„Sjálfsögð mannréttindi íbúa Þorlákshafnar að þurfa ekki að búa lengur við lyktmengandi framleiðslu.“

„Ég er gamall Þorlákshafnarbúi og þykir það alveg ömurlegar móttökur þegar ég fæ í flasið þessa ömurlegu lykt í hvert sinn sem ég kem í heimsókn. Burt með ólyktina strax!“

„Erum að flytja í nýja húsið okkar í Þorlákshöfn um mánaðarmótin og langar ekki kynnast þessari ólykt sem bæjarbúar og vinir bæjarins tala um. Svona verksmiðjur eiga klárlega ekki heima í byggð.“

„Óásættanleg lyktarmengun um áraraðir – nú er mál að linni.“

„Væri alveg til í að geta farið út að morgnana án þess að skítafýla taki á móti mér.“