Mikill meirihluti hrifnari af gamla merki Ölfuss

nyja_gamla_nidurstodurnyja_vs_gamla_olfuslogoÁ þriðjudaginn settum við í loftið óformlega könnun um álit lesenda á nýju merki Ölfuss í samanburði við gamla merki sveitarfélagsins. Nýtt merki var kynnt á íbúafundi fyrr í vikunni.

Mikill meirihluti þeirra sem tók þátt finnst gamla merkið flottara eða 85% svarenda en einungis 15% finnst nýja merkið flottara. Alls voru 283 atkvæði í könnuninni og var einungis hægt að kjósa einu sinni á hverri ip-tölu.

Umræða um málið skapaðist á Facebook síðu Hafnarfrétta en þar voru íbúar í nær öllum tilfellum óánægðir með nýja merkið og flestum þótti óþarfi að breyta merki Ölfuss.