17. júní í frábæru veðri – myndasafn

IMG_5089Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í Þorlákshöfn í blíðskapar veðri. Dagurinn hófst með því að afhjúpað var nýtt skilti við víkingaskip sem Erlingur Ævarr Jónsson á heiðurinn af og er staðsett við útsýnisstað á varnargarði. Á sama tíma var skemmtimót í óhefðbundnum íþróttum á íþróttavellinum.

Síðar um daginn var farið í skrúðgöngu sem Lúðrasveit Þorlákshafnar leiddi og hefðbundin hátíðarhöld voru í skrúðgarðinum. Góð mæting var á hátíðina enda alveg frábært veður.

Hátíðarræðan í ár var í höndum Barböru Guðnadóttur sem lýsti sinni upplifun af Þorlákshöfn.

Fjallkonan að þessu sinni var Edda Laufey Pálsdóttir sem var vel við hæfi þar sem  hún kom að því að byggja upp skrúðgarðinn og verið var að vígja Kvenfélagstorgið á sama tíma.