Digiqole ad

Guðmundur Karl klúbbmeistari 2016

 Guðmundur Karl klúbbmeistari 2016

meistaramot02_2016Meistaramóti Golfklúbbs Þorlákshafnar lauk í gærkvöldi en mótið hófst á miðvikudag og stóð því í fjóra daga.

Guðmundur Karl Guðmundsson sigraði í meistaraflokki og ber titilinn Klúbbmeistari 2016. Í öðru sæti var Edwin Roald Rögnvaldsson og Óskar Gíslason hafnaði í þriðja sæti.

meistaramot01_2016Svanur Jónsson átti án efa besta högg mótsins en á föstudag fór hann holu í höggi á 7. braut.

Úrslit mótsins má finna inn á Golf.is