Heilsa og vellíðan: Glútenlausar skonsur með rækjusalati

heilsa_og_vellidanÞessi uppskrift af skonsunum er nákvæmlega sú sama og ég nota fyrir glútenlausu vöfflurnar. Eini munurinn er sá að ég baka þær á pönnukökupönnu en ekki í vöfflujárni. Mér finnst voða gott að gera slatta af skonsum og eitthvað gott salat eins og t.d. rækju- eða túnfisksalat. Þessa samsetningu finnst mér síðan alveg upplagt að taka með í útileguna eða ferðalagið á sumrin.

skonsurGlútenlausar skonsur ca. 6 stk

  • 1 bolli kasjúhnetur
  • 3 egg
  • 1/3 bolli möndlumjólk eða t.d. kókosmjólk
  • 2 msk hunang
  • 3 msk bráðnuð kókosolía
  • 3 msk kókoshveiti
  • 1/4 tsk vanilla
  • 3/4 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  1. Skelltu efstu 5 innihaldsefnunum saman í blandara og blandaðu vel saman. Þú gætir þurft að stoppa og skafa niður á hliðunum svo að allt blandist örugglega vel saman.
  2. Bættu hinum fjórum hráefnunum saman við og blandaðu áfram þangað til að allt er orðið blandað vel saman.
  3. Hitaðu pönnukökupönnuna, best er að baka skonsurnar með helluna á hitastigi 6 (9 er hæst hjá mér).
  4. Settu deigið í aðra skál á meðan þú bíður eftir að pönnukökupannan hitni. Hreinsaðu vel deigið úr blandaranum með sleif svo það fari örugglega ekkert til spillis.
  5. Þegar pönnukökupannan er orðin heit skalt þú pennsla hana með kókosolíu.
  6. Settu svo ca 3/4 ausu af deigi á pönnuna og ekki fara langt því að skonsurnar taka enga stund að bakast.
  7. Pennslaðu svo alltaf pönnuna með kókosolíu á milli, þá festast skonsurnar síður við pönnuna.

Það leynist oft eitthver óþarfi (eins og t.d. aukaefni og sykur) í búðarkeyptum salötum svo að ég geri alltaf mitt salat sjálf. Það er líka bara svo miklu skemmtilegra að gera salatið sitt sjálfur og vita hvað er í því. Þar að auki verður það ferskara og bragðbetra fyrir vikið.

salatRækjusalat

  • 150 gr rækjur
  • 100 gr majónes (ég nota frá himneskt)
  • 3 harðsoðin egg
  • 40 g gúrka
  • 1/5 tsk paprika
  • ¼ tsk karrý
  • ¼ tsk salt
  • ½ tsk dill
  • smá pipar
  1. Ef að rækjurnar voru frosnar þá skalt þú láta þær þiðna alveg og reyna að ná sem mestu af vatninu úr þeim.
  2. Skerðu gúrkuna niður í litla örsmáa teninga
  3. Settu majónesið og kryddin saman í skál og hrærðu vel.
  4. Settu síðan gúrkuna, rækjurnar og harðsoðnu eggin saman við.
  5. Hrærðu þar til allt er blandað vel saman.

Þá er bara ekkert annað eftir en að njóta. Verði þér að góðu!

Anna Guðný
Heilsa og vellíðan