Skemmtileg heimsókn í Bergheima – myndasafn

fiskasyning-bergheimar-2016-1Þeir skipsfélagar Kristófer og Eiríkur af Höfrungi III komu í heimsókn í leikskólann Bergheima í gær með allskyns furðufiska.

Höfðu þeir með sér Búra, ígulker sem voru krufin, Töskukrabba og sjaldgæfan Töfrakrabba sem gat þó ekkert galdrað, allskonar krossfiska og Bláháf og Brandháf. Hákarlarnir voru veiddir af áhöfnunum á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR 60 og Jóni Ásbjörnssyni RE 777 og vöktu gífurlega athygli enda vel tenntir og þóttust nokkur börn þekkja þarna mannætuhákarla.

Þeir félagar sögðu skemmtilega frá, krydduðu örlítið til dæmis þegar þeir sýndu upp í Búrann með svartar tennur og munn og skýrðu það fyrir börnum að það væri vegna þess að af því hann ætti ekki tannbursta.

Þrátt fyrir hellidembu var greinilegt að allir höfðu mikið gaman af þessari heimsókn og færum við þeim Kristófer og Eiríki bestu þakkir fyrir komuna.

-áe