Icelandic Glacial mótið hefst í dag

glacial_motid2016Undirbúningur Þórsara fyrir komandi átök í Domino’s deildinni er í fullum gangi og í kvöld hefst Icelandic Glacial mótið sem fram fer í Þorlákshöfn um helgina.

Fjögur lið mæta til leiks en auk heimamanna eru það Haukar, Stjarnan og Skallagrímur. Það má því reikna með hörku móti með fjórum sterkum liðum.

Þórsarar mæta feiknar sterku liði Hauka í kvöld sem nýverið gerðu samning við fyrirliða íslenska landsliðsins, Hlyn Bæringsson. Leikur Þórs í kvöld hefst kl. 20 en hér að neðan má sjá leikjaplan helgarinnar.

Föstudagur 9. september
18:00 Haukar – Skallagrímur
20:00 Stjarnan – Þór Þ
Laugardagur 10. september
15:00 Stjarnan – Haukar
17:00 Þór Þ – Skallagrímur
Sunnudagur 11. september
15:00 Skallagrímur – Stjarnan
17:00 Haukar – Þór Þ