Þakkir til bæjarstjórnar fyrir skjót svör

Svo það sé alveg skýrt af minni hálfu þá vísa ég ekki til neinna leyndarmála í bréfi mínu.

Áhyggjurnar snúa að því að húsið hafi ekki farið í formlegt söluferli (fyrst að það var keypt) og skýrt komið fram að hægt væri að fá lánað fyrir öllu kaupverðinu hjá sveitarfélaginu (sem ég er alfarið á móti). Segir sig sjálft að þá hefðu áhugasamir verið fleiri og jafnvel fengist hærra verð sem hefði dekkað kostnaðinn af þessari æfingu. En niðurstaðan er 3,3 milljóna króna tap fyrir utan kostnað við söluna.

Svona lánveiting getur verið fordæmisgefandi, ætlið þið að lána (á hagstæðum kjörum) í framhaldinu til aðila sem hafa góðar viðskiptahugmyndir í sveitarfélaginu?

Að gefnu tilefni, þá stendur enginn að þessum bréfaskriftum mínum annar en ég sjálf.

Með von um að betur megi standa að svona málum í framtíðinni þó svo að ekki sé að merkja á svari ykkar annað en ykkur þyki þessi vinnubrögð í fullkomnu lagi sem mér þykir miður.

Bestu kveðjur, Kristín