Dagrún Inga og Sigrún Elfa valdar í landslið Íslands í körfubolta

Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta hafa valið endanlega liðsskipan sem mun taka þátt í landsliðsverkefnum sumarsins 2017.

Þorlákshafnarbúar eiga þarna tvo glæsilega fulltrúa en Dagrún Inga Jónsdóttir var valin í lið U16 stúlkna og Sigrún Elfa Ágústsdóttir í U18 stúlkna. Dagrún spilar með liði Njarðvíkur og Sigrún Elfa spilar með Grindavík.

Bæði U16 og U18 lið Íslands keppa á NM í Finnlandi í júní og þá munu liðin einnig spila í Evrópukeppni FIBA síðar í sumar.

Frábær árangur hjá Dagrúnu og Sigrúnu og óskum við þeim báðum innilega til hamingju með árangurinn!