Digiqole ad

Úthlutanir úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss 2017

 Úthlutanir úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss 2017

Markaðs- og menningarnefnd Ölfuss úthlutuðu úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss 2017 á fundi nefndarinnar í gær, þriðjudaginn 14. nóvember.

Fimm umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni en tvær umsóknir uppfylltu ekki skilyrði.

Til úthlutunar voru 345.000 kr. en markaðs- og menningarnefnd vísar því til bæjarstjórnar að hækka þennan lið verulega en nefndinni þykir upphæðin allt of lág.

Ágústa Ragnarsdóttir, formaður markaðs- og menningarnefndar Ölfuss, vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Eftirfaranandi fengu styrki úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss 2017:

  • Leikfélag Ölfuss hlaut 150.000 kr. styrk fyrir leiksýninguna Blessað barnalán. Leiksýning í fullri lengd eftir eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.
  • Lúðrasveit Þorlákshafnar hlaut 150.000 kr. styrk sem fer uppí kostnað við nýárstónleika þeirra. Lúðrasveit Þorlákshafnar er þekkt fyrir að setja upp metnaðarfulla tónleika og eru nýárstónleikar þeirra engin undantekning. Lúðrasveitin fær til sín ýmsa samstarfsaðila, gestasöngvara og dansara t.d.
  • Argh! Hlaut 45.000 kr. styrk fyrir ,,Samvinnuverkefni um grafíska lýsingu á jarðfræðilegri stöðu Ölfuss.” Um er að ræða grafíska framsetningu á greiningu möttulstrauma undir landinu sem Steingrímur Þorbjarnarson hefur unnið að. Kerfið var kynnt á vinnustofunni, Georg Geothermal Workshop á vegum Samorku í nóvember 2016, sem samstarfsvettvangur um jarðhitarannsóknir.. Teikna þarf þá hluta möttulstraumanna sem hafa áhrif á landmótun á svæðinu, jarðskorpuna, og láta helstu kennileiti koma fram á yfirborði. Myndina ásamt skýringum má nota til að undirstrika jarðfræðilega sérstöðu svæðisins.