Stórt tap Þórs gegn gríðar sterku liði Tindastóls

Þórsarar gerðu ekki góða ferð á Sauðárkrók í kvöld þar sem liðið tapaði fyrir heimamönnum í Tindastól 92-58 í Domino’s deild karla.

Jafnt var á með liðunum allt fram yfir miðjan annan leikhluta en heimamenn þó skrefi á undan. Eftir það gekk ekkert upp hjá Þórsurum og til að mynda skoraði liðið aðeins 4 stig í öllum þriðja leikhluta.

Nýr bandarískur leikmaður Þórs, DJ Balentine, lék með lék með liðinu í kvöld en honum gekk illa að koma boltanum í körfuna. Hann var með 2 stig í 15 skottilraunum í leiknum en fastlega má gera ráð fyrir ferðaþreytu í kappanum enda nýlentur á Íslandi eftir langt ferðalag.

Halldór Garðar var lang bestur í liði Þórs í kvöld en hann skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Næstur var Emil Karel með 10 stig og Ólafur Helgi með 9.

Eftir leikinn sitja Þórsarar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en næsti leikur er heimaleikur gegn Val á mánudaginn.