Digiqole ad

Þórsarar vinna nafna sína á Akureyri – Úrslitakeppnin er enn möguleiki

 Þórsarar vinna nafna sína á Akureyri – Úrslitakeppnin er enn möguleiki

Þórsarar unnu góðan sigur á Akureyri í kvöld þegar þeir sóttu nafna sína heim í Domino’s deildinni í körfubolta. Lokatölur 70-76.

Heimamenn voru sterkari í fyrsta leikhluta en Þorlákshafnardrengirnir komu tvíefldir inn í annan leikhlutann og voru 5 stigum yfir í hálfleik 35-40. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn en okkar menn þó alltaf skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur 70-76.

Með sigrinum halda Þórsarar sér áfram inni í möguleikanum á sæti í úrslitakeppninni. Ef Þór vinnur KR í lokaumferðinni og Stjarnan tapar sínum tveimur leikjum sem eftir eru, þá fara Þórsarar í úrslitakeppnina með betri innbyrðis gegn Stjörnunni.

Nú er bara að fjölmenna á síðasta deildarleikinn gegn KR á fimmtudaginn í Þorlákshöfn og klára mótið með stæl.