D-listinn sigrar í jafnri kosningu

D-listinn vann sigur í sveitastjórnarkosningunum í Ölfusi og felldi þar með núverandi meirihluta bæjarstjórnar.

Mjög mjótt var á munum og munaði einungis 40 atkvæðum á milli XO og D-listans. D-listinn hlaut 539 atkvæði og XO hlaut 499 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 24.

D-listinn fær inn 4 menn í bæjarstjórn og XO fær 3 menn. Hjá D-listanum koma inn í bæjarstjórn Gestur Þór Kristjánsson, Rakel Sveinsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Steinar Lúðvíksson. Hjá XO fara inn Jón Páll Kristófersson, Þrúður Sigurðardóttir og Guðmundur Oddgeirsson.