6 ára samningur við Smyril Line

Síðastliðinn fimmtudag var undirritaður samningur til 6 ára á milli Smyril Line, Þorlákshafnar og Sveitarfélagsins Ölfuss um hafnaraðstöðu fyrir vöruflutningastarfsemi Smyril Line í Þorlákshöfn.

Millilandasiglingarnar hafa haft mjög góð áhrif á sveitarfélagið á þessu rúma ári sem Mykinesið hefur siglt til Þorlákshafnar frá Rotterdam og verður gaman að fylgjast með áframhaldinu á komandi árum.

Á meðfylgjandi mynd eru Linda B. Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, Hjörtur B. Jónsson hafnarstjóri Þorlákshafnar og Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss við undirritun samningssins.