Margt um að vera í tilefni sjómannadagsins

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn á sunnudaginn 3. júní með skemmtilegri dagskrá á bryggjunni og kaffisölu björunarsveitarinnar í Ráðhúsinu.

Á laugardaginn verður Black Beach Tours með RIB báta siglingar frá klukkan 12-16. Þá mun „Útsvars“ Hannes Stefánsson stjórna bókmenntagöngu á laugardaginn á vegum Bókarbæjanna austan fjalls en lagt verður af stað frá Ráðhúsinu kl. 14.

Hér að neðan má sjá dagskrá sjómannadagsins á sunnudaginn:

Skemmtisigling klukkan 12:00-12:30

Dagskrá niður á bryggju frá 12:30-15:00
– Hoppukastalar
– Andlitsmálun
– Kararóður(skráning á staðnum)
– Lyftarafimi(Skráning hja Stein í síma 659-1392)
– Koddaslagur(Skráning á staðnum)
– Trampolínhopp(Skráning á staðnum)

Kaffisala Mannbjargar verður í Ráðhúsi Ölfuss frá klukkan 15:00-17:00

Fullorðnir: 1500 kr.
Börn 12-17 ára: 1000 kr.
Börn 6-11 ára: 500 kr.
Börn 5 ára og yngri frítt.
Gos: 200 kr.