JóiPé og Króli, Emmsjé Gauti, Stjórnin, Sóli Hólm og Hreimur á Hafnardögum

Dagskráin fyrir Hafnardaga lofar heldur betur góðu en bæjarhátíðin verður haldin helgina 10.-12. ágúst eða helgina eftir unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.

Ekki er komin endanleg dagskrá Hafnardaga en búið er að staðfesta Emmsjé Gauta, Sóla Hólm, Hreim og Árna (Land og synir/Made in sveitin), Jóa Pé og Króla og Stjórnina. Þá verða veitt Listaverðlaun Ölfuss og verðlaun fyrir frumlegustu og fallegustu skreytingarnar.

Það má því fastlega gera ráð fyrir frábærum Hafnardögum í Þorlákshöfn. Markaðs- og menningarnefnd Ölfuss hvetur alla íbúa Ölfuss að setja upp skreytingarnar sínar fyrir Verslunarmannahelgina og leggi sig fram við að gera bæinn fallegan fyrir unglingalandsmótið.