Ólína Þorleifsdóttir nýr skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn

Ólína Þorleifsdóttir var í dag ráðin sem nýr skólastjóri í Grunnskólanum í Þorlákshöfn en síðustu tvö ár hefur hún verið aðstoðarskólastjóri skólans.

Þrír einstaklingar sóttu um stöðu skólastjóra eftir að Guðrún Jóhannsdóttir sagði starfi sínu lausu nú í vor. Hún var skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn síðastliðin þrjú ár.

Ólína starfaði fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings áður en hún varð aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn. Hún var einnig aðstoðarskólastjóri í Kópavogsskóla og þá starfaði hún einnig sem kennari í grunnskólanum til margra ára.

Eftirfarandi einstaklingar sóttu um skólastjórastöðuna:

  • Bergljót K. Ingvarsdóttir
  • Guðmundur Ingi Jónsson
  • Ólína Þorleifsdóttir