Skýstrókur í Ölfusi – myndband

Mögnuð sjón frá Þorlákshöfn. Mynd: Donatas Arlauskas

Þorlákshafnarbúinn Donatas Arlauskas náði mögnuðu myndbandi af skýstrók í Ölfusi en það er mjög sjaldgæft að skýstrókar sjáist á Íslandi.

„Hvirfilbyljir eða skýstrókar (e. tornado) eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, en fellibyljir eru víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Algengt er hins vegar að skýstrókar myndist í fellibyljum,“ segir á Vísindavefnum.

Myndbandið tók Donatas Arlauskas af svölunum heima hjá sér í Sambyggðinni en sjón er sögu ríkari. Hér að neðan má sjá myndbandið.