Digiqole ad

Þórsarar með sigur gegn Njarðvík í fyrsta leik Icelandic Glacial-mótsins

 Þórsarar með sigur gegn Njarðvík í fyrsta leik Icelandic Glacial-mótsins

Þórsarar unnu góðan sigur á Njarðvík í fyrsta leik Icelandic Glacial-mótsins í körfubolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu 78-74 í miklum spennuleik.

Nick Tomsick var stigahæstur í liði Þórs með 32 stig, næstur var Ragnar Örn með 17 stig og Gintautas Matulis bætti við 11 stigum. Davíð Arnar skoraði 9 stig, Kinu Rochford 6 stig, Styrmir Snær 2 stig og Emil Karel 1 stig.

Næsti leikur Þórs í Icelandic Glacial-mótinu er gegn Grindavík á laugardaginn klukkan 16.00.