Það styttist í blót – Fyllum húsið!

Um næstu helgi fer fram stóra Þorrablótið í Ölfusi sem er í raun eina þorrablótið sem haldið verður í Ölfusi í ár. Því þorrablót dreifbýlisins verður haldið í Hvíta húsinu á Selfossi.

Síðustu ár hefur þátttaka verið dræm en nú er loksins mikill hugur í íbúum og hefur miðasala gengið vonum framar. Því er spurning um að gera þetta með stæl og fylla húsið.

Þeir sem eiga eftir að kaupa sér miða geta ennþá reddað sér með því að heyra sem fyrst í Huldu Gunnarsdóttur. Greiðsla fer svo fram þegar komið er á blótið.

Undirbúningsnefnd fyrir þorrablótið er búin að vera á fullu í að skipuleggja blótið og lofar virkilega góðum skemmtiatriðum.

Munum svo að allur undirbúningur fyrir blótið er unninn í sjálfboðavinnu af félagasamtökum í bænum og því nauðsynlegt að íbúar taki þátt í viðburðum sem þessum.  Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar gefi sig í að undirbúa svona stóra viðburði ef íbúar taka ekki þátt.

Tökum okkur nú saman og fyllum húsið!