Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur á Bergheimum

Google+ Pinterest LinkedIn Tumblr +

Í vikunni var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur um allt land og þar á meðal á Leikskólanum Bergheimum.

Í tilefni þessa dags voru bakaðar nokkur hundruð pönnukökur í morgunsárið og fengu börnin pönnukökur inni á deildum. Eftir pönnukökuátið hittust svo allir í salnum þar sem haldið var ball. Spiluð var tónlist og mikil ljósadýrð af nýju diskógræjunni sem leikskólinn eignaðist nýverið.

Deila grein:

Lokað fyrir athugasemdir.