Öruggur sigur á Blikum

Þórsarar unnu öruggann sigur á liði Breiðabliks í Domino’s deildinni í gær, 132-93.

Leikurinn var aldrei í hættu og fengu allir leikmenn liðsins spilatíma í þessum leik.

Eftir sigurinn eru Þórsarar einir í 6. sæti, tveimur stigum á eftir KR sem sitja í 5. sæti.

Landsleikjahlé er nú skollið á deildina og því tæpur mánuður í næsta leik sem er útileikur gegn Skallagrím þann 3. mars.