Mikið líf við höfnina

Mikið líf er í Þorlákshöfn þessa dagana en margir aðkomubátar hafa gert út frá höfninni undanfarið.

„Það er búið að vera mjög gott fiskirí hjá línubátunum og eru þeir aðallega að fiska stóran þorsk á drullunni (lína botninum),“ segir Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri í samtali við Hafnarfréttir.

„Jón Ásbjörns er búinn að vera í þessu síðan um áramót og fiskað mjög vel.
Núna eru komnir margir bátar, það er þessi línubátar sem stundum eru kallaðir rútur“

Þeir bátar sem eru í Þorlákshöfn núna eru Bergur Vigfús GK 43, Von GK, Beta GK, Háey ÞH frá Húsavík, Lágey ÞH frá Húsavík, Elín BA 58 og Jón Ásbjörns RE en hann hefur verið gerður út héðan í nokkur ár.

„Þetta eru allt línubátar með beitningavíl til viðbótar við heimabáta.
Svo er togarinn Múlaberg SI 22 að landa hjá okkur og verður allavega nokkra túra,“ segir Hjörtur.