Ungt og upprennandi myndlistarfólk sýnir í Galleríinu undir stiganum

Næsta sýning í Galleríinu undir stiganum, sem opnar 9. maí kl. 17, verður sannarlega óhefðbundin en þar verður hægt að virða fyrir sér verk ungs og efnilegs myndlistarfólks. Um er að ræða nemendur úr myndlistarvali í Grunnskólanum í Þorlákshöfn sem ætla að sýna verk sem þau hafa unnið að í vetur undir handleiðslu myndlistarkennarans Önnu Margrétar Smáradóttur.

Þema sýningarinnar er Pop List, sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og Bandaríkjanna í kringum 1950. Stefnan var sett fram sem ádeila á list ríka fólksins, þar sem þemað var oft á tíðum landslag og fólk og einungis ,,fína“ fólkið hafði efni. 

Pop list táknar allt sem er mikið, vinsælt og ,,kitschy“, með dass af kaldhæðni. 

Þeir nemendur sem eiga verk á sýningunni eru;

Birgitta Björt Rúnarsdóttir
Daníel Rúnarsson
Julija Rós Radosavljevic
Paphawee Nanghong
Rebekka Matthíasdóttir
Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir
Sölvi Hrafn Steinþórsson
Svanhildur Eik Ben Sigurðardóttir

Sýningin stendur út maí. Við opnun sýningarinnar verður heitt á könnunni, endilega fjölmennum!