Útvarp Hafnardagar í undirbúning – námskeið í þáttagerð fyrir áhugasamt útvarpsstarfsfólk (14+) og aðra sem vilja fara út fyrir rammann sinn

Á Hafnardögum á að blása lífi í Útvarp Hafnardaga. Stefnt er að því að hafa útsendingu frá þriðjudeginum 6. ágúst fram á sunnudaginn 11. ágúst og bjóða upp á metnaðarfulla dagskrágerð fyrir alla aldurshópa.

Liður í undirbúning fyrir Útvarp Hafnardaga er námskeið í þáttagerð undir handleiðslu reynsluboltans Margrétar Blöndal, sem hefur komið víða við í íslenskum fjölmiðlum síðustu áratugina.
Námskeiðið er fyrir 14 ára og eldri (fullorðna líka!) og er þetta mikið tækifæri fyrir öll þau sem vilja búa til podcast þætti, starfa í fjölmiðlum, æfa sig í að taka viðtöl, efla tungumálavitund, æfa framburð og bara almennt þroska sig sem manneskju.
Stefnt er að því að flytja efnið sem verður til á námskeiðinu í Útvarpi Hafnardaga og þátttakendum sem ljúka námskeiðinu mun standa til boða að vera með þætti í Útvarpi Hafnardaga.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. júní og eru tímasetningarnar þessar:
11. júní, 12. júní, 13. júní, 18. júní, 25. júní kl. 19-22
6. ágúst kl. 16

Námskeiðið kostar 15.000 kr.
Engin krafa um tæknilega kunnáttu og eru unglingar sem og fullorðnir hvattir til að skrá sig!

Takmörkuð pláss eru í boði og áhugasamir hvattir til að skrá sig hér á þessum link: https://forms.gle/RWsTJMfSyHmKrukm9

Nánari upplýsingar á sumarnamskeid2019@gmail.com