Írena með þrumufleyg á móti FH

Þorlákshafnarbúinn Írena Björk Gestsdóttir, sem spilar með Grindavík í Inkassodeild kvenna, gerði sér lítið fyrir og skoraði mark í 2-1 sigri á móti FH í gær.

Markið var glæsilegt og af 20 metra færi en í textalýsingu fotbolti.net var markinu lýst svo: „Írena Björk Gestsdóttir með alvöru slummu upp í skeytin af 20 metra færi. Þetta var af dýrari gerðinni!“

Hér að neðan má sjá myndir frá fótbolti.net sem Hafliði Breiðfjörð tók þar sem Írena fagnar með liðsfélögum sínum.