Baldur Dýrfjörð gefur út lag: Sölvi bróðir hans gerði myndbandið

Fyrrum Þorlákshafnarbúinn Baldur Viggóson Dýrfjörð var að senda frá sér lag og myndband á Youtube á dögunum en með honum syngur Róbert Andri.

Baldur, sem er uppalinn Þorlákshafnarbúi, samdi lagið og sá einnig um upptöku, pródúseringu og masteringu.

Myndbandið við lagið var að mestu leiti tekið upp í fallega Ölfusinu en Sölvi Viggósson Dýrfjörð, bróðir Baldurs, sá um gerð myndbandsins ásamt félögum sýnum.

Baldri er margt til lista lagt í tónlistinni en hann er einnig ótrúlega flottur fiðluleikari og tók til að mynda þátt í Iceland Got Talent fyrir nokkrum árum.

Hér að neðan má hlýða á þetta flotta lag Baldurs.