Ægir skoraði fjögur í góðum sigri á KFS

Ægismenn unnu öruggan sigur á KFS á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð 4. deildar karla í knattspyrnu.

Ásgrímur Þór Bjarnason kom Ægismönnum yfir strax á 4. mínútu en KFS jafnaði metin mínútu síðar. Staðan 1-1 í hálfleik.

Á 53. mínútu skoruðu gestirnir sjálfsmark og bætti Pétur Smári Sigurðsson við þriðja marki Ægis á 75. mínútu. Goran Potkozarac innsiglaði síðan öruggan sigur Ægismanna á loka mínútu leiksins og lokatölur urðu 4-1 Ægi í vil.

Eftir sigurinn sitja Ægismenn á toppi deildarinnar með betri markatölu en Elliði og KFR sem sitja í öðru og þriðja sæti.

Næsti leikur Ægismanna er gegn KÁ næstkomandi miðvikudag.