Íbúar skiptast í tvo hópa varðandi lausagöngu katta samkvæmt könnun

Litla könnunin sem Hafnarfréttir settu í loftið í fyrradag um skoðun íbúa á lausagöngu katta í Þorlákshöfn vakti mikla athygli íbúa Þorlákshafnar.

Engin alvara var á bak við þessa könnun heldur þótti okkur tilvalið að sjá afstöðu íbúa á þessu máli í kjölfar færslna á Facebook í hópnum Íbúar í Þorlákshöfn og Ölfusi um ketti sem hafa mætt óboðnir inn á heimili fólks.

Þá er ágætt að taka fram að Hafnarfréttir taka ekki afstöðu í þessu máli sem og öðrum.

Gaman er að segja frá því að niðurstaðan var ansi jöfn. 51% svarenda sögðust ekki vilja banna lausagöngu katta í Þorlákshöfn en 49% sögðust vilja banna lausagöngu katta. Heildarfjöldi svara í könnuninni voru 375.

Það er því greinilegt að íbúar Þorlákshafnar skiptast í tvennt hvað þetta málefni varðar.

Á að banna lausagöngu katta í Þorlákshöfn?

  • Nei (51%, 193 atkvæði)
  • (49%, 182 atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 375

Loading ... Loading ...