Réttað í Ölfusi um helgina

Réttað verður á þremur stöðum í Ölfusi á laugardaginn og sunnudaginn kemur, 14. og 15. september.

Á laugardaginn verða Húsmúlaréttir við Kolviðarhól í Ölfusi og hefjast þær klukkan 14:00.

Á sunnudaginn verða fyrst Selvogsréttir við Hlíðarvatn klukkan 09:00 og þá verða Ölfusréttir í mynni Reykjadals sama dag klukkan 16:00.