Digiqole ad

Ægismenn í 3. deild eftir öruggan sigur

 Ægismenn í 3. deild eftir öruggan sigur

Ægismenn hafa tryggt sér sæti í 3. deildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Kormáki/Hvöt í seinni leik liðanna í undanúrslitum 4. deildar á Þorlákshafnarvelli í kvöld.

Frábær árangur hjá Ægismönnum sem munu spila úrslitaleik 4. deildar á laugardaginn og því titill í húfi en bæði liðin í þeim leik verða í 3. deildinni að ári.

Hafnarfréttir óska Ægismönnum innilega til hamingju!