Sæti í 3. deild í húfi í kvöld

Í dag, miðvikudaginn 11. september, fer fram mikilvægasti leikur tímabilisins hjá Ægismönnum þegar liðið tekur á móti Kormáki/Hvöt í seinni leik liðanna í undanúrslitunum 4.deildarinnar í fótbolta.

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli og verða Ægismenn því að vinna leikinn í kvöld eða gera markalaust jafntefli til að tryggja sér sæti í 3. deildinni á næstu leiktíð.

Það lið sem sigrar leikinn í kvöld spilar síðan úrslitaleik á laugardaginn við annaðhvort Hvíta Riddarann eða Elliða.

Nú er eina vitið að fjölmenna á völlinn og hvetja Ægismenn áfram enda sæti í 3. deild í húfi. Leikurinn hefst klukkan 17:00.