Friðrik Ingi lætur af störfum sem þjálfari Þórs

Vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í samfélaginu hafa körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokksliðs Þórs, ákveðið að slíta samstarfinu.

„Allt er gert í góðu samkomulagi beggja aðila,“ segir í tilkynningu Þórsara.

Friðrik Ingi tók við liði Þórs fyrir tímabilið sem nú er lokið vegna COVID-19 faraldursins og endaði liðið í 9. sæti Dominos deildarinnar.

Þá þakkar deildin Friðriki Inga fyrir góð störf og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.