Emilía Hugrún og Sigríður Júlía í 3. sæti Söngkeppni Samfés

Emilía Hugrún Lárusdóttir og Sigríður Júlía Wium Hansdóttir urðu í þriðja sæti í lokakeppni Söngkeppni Samfés 2020 en úrslitin voru kunngjörð nú fyrir skömmu á vef ung RÚV.

Keppnin fór fram á netinu í ár vegna kórónuveirufaraldursins og valdi dómnefnd efstu þrjú sætin en einnig var sérstök netkosning þar sem „Rödd fólksins“ var valin.

Emilía og Sigríður voru fulltrúar Svítunnar frá Þorlákshöfn og fluttu þær lagið At last. Þær unnu bæði forkeppnina í Þorlákshöfn sem og landshlutakeppnina á Suðurlandi. Í lokakeppninni voru síðan valin 30 atriði til þáttöku.

Algjörlega frábær árangur hjá okkar fólki og óska Hafnarfréttir þeim innilega til hamingju með árangurinn! Á hlekknum hér að neðan má sjá frábæran flutning stelpnanna og framlag Svítunnar í lokakeppni Söngkeppni Samfés 2020.

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/songkeppni-samfes-2020/30530/9350hn?term=sv%C3%ADtan&rtype=tv&slot=1