Sr. Sigríður Munda messar á Sjómannadaginn í Þorlákskirkju

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir hefur tekið til starfa í Þorláks- og Hjallakirkjusókn og messar í Þorlákskirkju á Sjómannadaginn. Guðsþjónusta hefst kl. 11 og kór Þorlákskirkju syngur við undirleik Esterar Ólafsdóttur, organista.
Sjómenn lesa ritningarlestra og leggja blómsveig að minnisvarðanum um drukknaða og horfna. Þegar því er lokið býður sóknanefnd upp á kleinur og kaffi í tilefni dagsins.
Sigríður Munda og sóknanefnd bjóða alla hjartanlega velkomna