Hjólreiðakeppni við Þorlákshöfn

Fimmtudaginn 18. júní verður haldin hjólreiðarkeppni á Suðurstrandarvegi sem allir áhugasamir geta skráð sig í. Keppnin fer fram á svokallaðri TT braut sem verður sett upp á Suðurstrandarvegi við Þorlákshöfn. Ræsing og endamark eru 200 m. frá hringtorginu við innkeyrslu bæjarins, hjólað í vestur um 11 km. leið og snúið við á keilu og sama leið hjóluð til baka. Keppnin er hugsuð fyrir tímatökuhjól og þríþrautarhjól í elite flokki en götuhjól eru einnig leyfð en  tímatöku og þríþrautarhjól eru ekki leyfileg í almenningsflokki.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hjólreiðasambands Íslands

Á facebook viðburði segir:

Keppni fyrir alla, konur og kalla!

Við hvetjum alla hjólreiða menn og konur til að nýta tækifærið, skora á sjálfan sig og eða vin eða vinkonu til að taka þátt í þessari tímatöku og kíkja svo í sund á eftir. Hitta mann og annan og allt það, löngu komin tími á góðann hjólaviðburð eftir ástandið.