Digiqole ad

Ægismenn hefja leik í 3. deildinni

 Ægismenn hefja leik í 3. deildinni

Í kvöld klukkan 20 fá Ægismenn Vængi Júpíters í heimsókn á Þorlákshafnarvöll og mætast liðin í fyrsta leik 3. deildar karla í fótbolta.

Ægismenn fóru eftirminnilega upp úr 4. deildinni á síðustu leiktíð og verður gaman að fylgjast með liðinu í sumar.

Nú er að drífa sig á völlinn og styðja okkar menn til sigurs. Frítt inn og sjoppan opin.