
Kjörfundur forsetakosninganna verður í grunnskólanum

Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði til forseta Íslands. Mynd: Stöð 2
Kjörfundur vegna forsetakosninganna laugardaginn 27. júní næstkomandi verður í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Egilsbraut 35, en ekki í Ráðhúsinu eins og verið hefur undanfarin ár.
Í kjöri til forseta Íslands verða Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson.
Kjörfundur hefst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 22:00. Vakin er athygli á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.