Skotsýning í Þorlákshöfn: Þórsarar leiða einvígið

Leikur þrjú fór fram í undanúrslitaeinvígi Þórsara og Stjörnunnar í Þorlákshöfn í kvöld. Eftir magnaða skotsýningu sigruðu Þórsarar 115-92 og eru því komnir 2-1 yfir í einvíginu. Sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Geggjuð frammistaða Þórsliðsins í kvöld, skilaði frábærum körfuboltaleik. Mikið var skorað og staðan í hálfleik var 59-51, Þórsurum í vil.

Munurinn jókst í þeim þriðja og náðu Þórsarar 17 stiga forystu, 80-63. Þórsarar héldu áfram og komust mest í 27 stiga forystu, 104-77 í lokafjórðungnum. Lokatölur urðu öruggur 23 stiga sigur, 115-92.

Skotnýting Þórsara var mjög góð í kvöld, 60 prósent. Callum Lawson sem átti góðan dag og hitti beinlínis úr öllu, hitti 6 þriggja stiga körfur úr átta tilraunum, en hann gerði samtals 26 stig og tók 8 fráköst.

Styrmir Snær Þrastarson, 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar, Larry Thomas, 15 stig og 4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 14 stig, Adomas Drungilas 10 stig og 9 fráköst, Emil Karel Einarsson 10 stig og 4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson, 9 stig og 8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason, 5 stig og 4 fráköst, Tómas Valur Þrastarsson og Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar með 2 stig hvor.

Næsti leikur er í Ásgarði á miðvikudagskvöld, kl. 20:15