Það var þétt setið í íþróttahúsinu er grunnskólanum var slitið með glæsilegri athöfn fyrr í kvöld.
Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar, Halldór Sigurðsson, fór fyrir athöfninni. Skólaárið var rifjað upp og margir einstaklingar heiðraðir fyrir ólík störf í vetur.
Aðalmál kvöldsins var svo útskrift 10.bekkjar. Formaður nemendaráðs, Jenný Karen Aðalsteinsdóttir, fór með skemmtilega ræðu um skólagöngu útskriftarhópsins. Gefin voru verðlaun fyrir einstakar námsgreinar. Athöfninni lauk síðan á því að nemendur 1.bekkjar gáfu útskriftarhópnum rós í hnappagatið.
Til hamingju með daginn 10.bekkur og gleðilegt sumar nemendur og kennarar.