Ægismenn í Sandgerði

aegir01Í kvöld  mæta Ægismenn Reyni frá Sandgerði á heimavelli þeirra síðarnefndu og hefst leikurinn klukkan 20:00.

Ægir hefur spilað fjóra leiki í 2. deildinni í sumar og unnið tvo af þeim. Ægismenn sigruðu lið Hamars sannfærandi síðastliðinn laugardag og eru því á góðu róli fyrir leik kvöldsins í Sandgerði.

Reynir S. eru án stiga í deildinni og munu án efa gefa allt í þennan leik en Ægismenn eins og fyrr segir með tvo sigra í sjöunda sæti.

Hér má sjá stöðuna í 2. deildinni fyrir leik kvöldsins.

1 KV 4 3 1 0 13  –    4 9 10
2 Dalvík/Reynir 4 3 0 1   9  –    3 6 9
3 ÍR 4 3 0 1   5  –    3 2 9
4 HK 4 2 1 1   9  –    6 3 7
5 Afturelding 4 2 1 1   8  –    5 3 7
6 Grótta 4 2 1 1   3  –    2 1 7
7 Ægir 4 2 0 2   4  –    7 -3 6
8 Njarðvík 4 1 1 2   4  –    6 -2 4
9 Sindri 4 1 1 2   4  –    7 -3 4
10 Hamar 4 0 3 1   2  –    3 -1 3
11 Höttur 4 0 1 3   3  –    9 -6 1
12 Reynir S. 4 0 0 4   3  –  12 -9 0