Rásarhúsið til sölu á 93 milljónir en var selt á

„Rásarhúsið“ við Selvogsbraut 4 er komið á sölu og er það auglýst á 93 milljónir króna. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Finnbogi Gylfason, fjármála- og rekstrarstjóri hjá ION samstæðunni, keyptu húsið af Sveitarfélaginu Ölfus fyrir tveimur árum og borguðu fyrir það 33 milljónir króna. Sveitarfélagið keypti húsið í byrjun árs 2016. Í dag […]Lesa meira

Frábærir Bítlatónleikar

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að Gunni Óla væri svona svakalega öflugur söngvari! Ástæða vanþekkingar minnar er líklega sú að þegar ég hef séð hann á sviði hef ég verið á balli með Skítamóral og oftar en ekki búinn með nokkra kalda. Í gærkvöldi voru semsagt frábærir tónleikar með Bítlabandinu og Gunna […]Lesa meira

Stórglæsilegir afmælistónleikar í Hörpu – Myndir

Það var fullur Norðurljósasalurinn í Hörpu í gærkvöldi þegar Lúðrasveit Þorlákshafnar steig á stokk á 30 ára afmælistónleikum sveitarinnar. Fjörutíu manna lúðrasveitin spilaði kvikmyndatónlist úr öllum áttum og þar á meðal frumflutti sveitin glænýja íslenska kvikmyndasyrpu útsetta af Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Tónleikarnir voru frábærir í alla staði og virkilega gaman að sjá hversu fjölmenn og vel […]Lesa meira

Róbert opnar áhugaverða sýningu á fimmtudaginn

Fimmtudaginn næsta, 31. október, ætlar Róbert Karl Ingimundarson að opna ljósmyndasýningu í Galleríi undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss. Opnun sýningarinnar er hluti af Safnahelgi á Suðurlandi sem fram fer einmitt um helgina. Þetta er fjórða sýningin sem Róbert heldur í Þorlákshöfn en Hafnarfréttir vildu forvitnast meira um sýninguna og slógu á þráðinn til hanns. „Það […]Lesa meira

Myndir frá svakalegum sigri Þórs á Stjörnunni

Síðastliðinn föstudag mætti einungis eitt lið til leiks í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn þrátt fyrir að á parketinu væru 2 lið. Stjarnan heimsótti Þórsara og eins og flest öllum er orðið kunnugt um þá völtuðu heimamenn yfir gestina. Leiknum lauk 95-76 þar sem allir leikmenn Þórs fengu að spreyta sig. Stjarnan sá aldrei til […]Lesa meira

Tímabilið í körfunni rúllar af stað

Veturinn er farinn að láta á sér kræla en á sama tíma er tímabilið í Dominos deildinni í körfubolta að hefjast. Fyrsti leikur Þórs er útileikur gegn Snæfell á morgun, föstudaginn 11. október og hefst leikurinn klukkan 19:15. Snæfell sögðu nýverið upp samningi við bandaríska leikmann sinn en hann þótti ekki standa undir væntingum Hólmara. […]Lesa meira

Fullt hús á frábærum tónleikum – myndasafn

Frábær stemning var á tónleikunum Popphornið sem haldnir voru í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Tónleikarnir voru hluti af landsmóti Sambands íslenskra lúðrasveita sem haldið var í bænum um helgina. Smekkfullur salur af fólki sem skemmti sér konunglega við tóna allra lúðrasveita landsins en með þeim voru 200.000 naglbítar, Jónas Sig og Fjallabræður ásamt Sverri […]Lesa meira

Stórtónleikarnir: Við hverju má búast?

Eins og allir ættu að vera farnir að vita þá verða stórtónleikarnir Popphornið haldnir í Þorlákshöfn annað kvöld en tónleikarnir eru hluti af Landsmóti Lúðrasveita sem hefst í Þorlákshöfn í dag. Sveitirnar allar hafa undanfarið æft hver í sínu horni en núna hafa þær sameinast á Landsmóti og verða æfingar fram eftir kvöldi í kvöld […]Lesa meira